Árið 2005 lögðu William Monahan og John Sayles drög að handriti fyrir Jurassic Park 4
þar sem söguþráður myndarinnar byggði á störfum leynirannsóknarstofu sem hafði verið að blanda genum manna og risaeðla saman. Niðurstaðan var her risaeðlumanna sem voru færir til að skjóta af vopnum og stunda herkænsku. Að lokum var fallið frá þessari hugmynd, en konseptið
var þróað mun lengra en nokkurn hafði grunað.
Úttekt á handritinu er hér. Ég vil minna þig á lesandi góður, að þetta konsept var hársbreidd frá því að skila sér á hvíta tjaldið í Jurassic Park 4. Ég leyfi myndunum að tala sínu máli.
Jurassic Park 4 kemur í bíó árið 2014 og enn sem komið er er legið undir feldi þegar kemur að uppbyggingu handritsins. Gerðu framleiðendur rétt með því að kasta þessum hugmyndum frá 2005 í ruslið eða finnst þér þetta ógurlega nett ?