Brúsinn bjargar málunum

Bruce Willis er nú í samningaviðræðum um að leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni Hostage, sem hann mun einnig framleiða. Fjallar myndin um samningamann lögreglunnar sem lendir í því að viðkvæmir gíslasamningar sem hann stendur fyrir misheppnast með hræðilegum afleiðingum. Leggst hann í áralangt þunglyndi í kjölfarið, áður en endurskoðandi mafíunnar er tekinn sem gísl, en þá sér hann tækifæri til þess að ná sér aftur á strik. Stefnt er að því að myndin verði frumsýnd haustið 2003.