Þrjár Tinnamyndir í bígerð

Flestir Tinnaaðdáendur vita nú að þrjár Tinnamyndir eru nú í bígerð, Steven Spielberg ætlar að taka að sér þá fyrstu og enginn annar en Peter Jackson ætlar að gera mynd númer tvö.

Óljóst hefur verið hingað til hver mun taka þriðju Tinnamyndina í sínar hendur en Spielberg hefur sagt sjálfur að hann OG Jackson muni gera hana saman!

Talið er að fyrsta Tinnamyndin líti dagsins ljós seint á næsta ári, en Spielberg vill ólmur setjast í leikstjórastólinn strax og hæpið í kringum Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull klárast.