Brjálað veður á Cannes

Hluti af húsþaki kvikmyndahúss hrundi vegna vatnsþunga á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær. Enginn slasaðist, en þetta olli töluverðum vandræðum hvað varðar sýningar á myndum. Starfsfólk hátíðarinnar vann í alla nótt og í morgun til þess að lagfæra skaðann af völdum óveðursins.

Að sögn flestra er þetta versta veður sem kvikmyndahátíðin í Cannes hefur orðið fyrir. Hætt hefur verið við sýningar á einhverjum myndum og ýmsar veislur hafa þurft að skipta um húsnæði. Þá hefur The British Film Institution sent tilkynningu til Breta sem ákveðið hafa að heimsækja hátíðina að klæða sig eftir veðri og búast við hinu versta.

Spáð er meiri rigningu fram á þriðjudag, en þá á að lægja. Því er hægt að búast við því að kvikmyndahátíðin í Cannes fari ekki fram eins og venjuleg fram að því, en óhætt er að fullyrða að starfsfólk hátíðarinnar sé að fást við ‘damage control’ um þessar mundir.

Stikk: