Kynlífsfíkn er umfjöllunarefni nýjustu myndar þeirra Mark Ruffalo og Gwyneth Paltrow, Thanks for Sharing, en þau sáust síðast saman í stórmyndinni The Avengers á síðasta ári þar sem Ruffalo lék Hulk og Paltrow lék Pepper Potts, aðstoðarmann og kærustu Tony Stark, öðru nafni Iron Man.
Í Thanks for Sharing þá er það Hulk sem reynir að stela stúlkunni frá Iron Man, ef svo má segja.
Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:
Auk þeirra Ruffalo og Paltrow leika í myndinni þau Josh Gad og söngkonan Pink, en myndin fjallar um þrjár manneskjur sem haldnar eru fíkn í kynlíf og takast á við vandamálið með 12 spora kerfinu.
Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada síðasta haust, en fer í bíó í almennar sýningar í Bandaríkjunum þann 20. september nk.