Þriðji hringurinn

Framleiðendur amerísku Ring-myndanna vilja endilega fylgja japanska upprunanum og móta þríleik, sem bendir augljóslega til þess að enn eitt framhaldið sé á leið. Hins vegar verður næsta myndin ekki framhald, heldur nokkurs konar forsaga (prequel) og mun hún gerast áður en fyrsta myndin átti sér stað (glöggir aðdáendur japönsku seríunnar vita að myndin hét einfaldlega Ring 0).
Naomi Watts mun pottþétt ekki láta sjá sig aftur fyrir tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi þá kemur persóna hennar sögunni ekkert við lengur, og í öðru lagi þá hefur hún sama og engan áhuga (hún hefði líklegast ekki einu sinni gert mynd nr. 2 hefði það ekki verið ritað í samningi hennar).
Leikstjóri framhaldsins Hideo Nakata segist klárlega vilja gera þessa þriðju, en nú um þessar mundir er hann að sinna bandarískri útgáfu af The Eye (önnur hrollvekjan sem á sér asískan uppruna… Þetta hættir ekki!).