Breyttur C-3PO í Star Wars stiklu

Fyrsta Star Wars Episode VIII: The Last Jedi stiklan, þar sem vélmennið viðkunnalega, C-3PO, kemur við sögu, hefur nú litið dagsins ljós, en kvikmyndin sjálf kemur í bíó 15. desember nk.

Um er að ræða stiklu sem ætluð er til sýninga á alþjóðamarkaði, og það sem er athyglisvert við hana er að það er eins og eitthvað hafi breyst við C-3PO. Svo virðist sem vélmennið sé nú aftur komið með gyllta hendi, eftir að hafa verið með rauða hendi í The Force Awakens.

Hér má lesa útskýringu á rauðu hendinni.

C-3PO hefur þá sérstöðu að það hefur komið við sögu í öllum Star Wars myndunum, ásamt félaga sínum, vélmenninu R2-D2, og þar er Rogue One kvikmyndin meðtalin. Anthony Daniels hefur leikið vélmennið í öllum myndunum, og er því eini leikarinn sem það hefur gert.

Enn er óljóst hve stóra rullu C-3PO leikur í The Last Jedi.

 

Star Wars Episode VIII: The Last Jedi will be released in UK cinemas on December 14, 2017.