Breytingar á Óskarsstyttunni

Nýr framleiðandi hefur verið ráðinn til að steypa Óskarsverðlaunastytturnar, en Polich Tallix kemur nýr inn í staðinn fyrir R.S. Owens & Company, en það fyrirtæki hefur séð um gerð gripanna síðan árið 1983.

oskarinn

Eins og segir í frétt The Wrap þá fær styttan fræga smá andlitslyftingu samhliða þessari breytingu.

Óskarsverðlaunin verða afhent í 88. skipti þann 28. febrúar nk.

„Með hjálp nútíma tækni þá getum við heiðrað upphaf Óskarsins,“ sagði Boone Isaacs, forstjóri Óskarsakademíunnar, og á þar við að horft verður til styttunnar eins og hún var hönnuð í byrjun af MGM teiknaranum Cedric Gibbons og hönnuðinum George Stanley, og nýja styttan löguð enn frekar til samræmis við hana.

Óskarsstyttan vegur tæp 4 kíló.

Í framleiðsluferlinu er styttan mótuð í vax og svo hjúpuð keramik skel, og er svo brennd við 871 °C þar sem vaxið bráðnar í burtu og eftir verður Óskarsmynd styttunnar. Eftir það eru steyptar styttur í fljótandi bronsi við enn meiri hita, þá eru þær kældar niður og slípaðar til að ná fram glansi.

Þá eru stytturnar gullhúðaðar með 24 karata gulli hjá háþróðuðu gullhúðunarfyrirtæki ,  Epner Tchnology, í Brooklyn. Eftir það er hún slípuð enn frekar til að ná fullkomnum gljáa.

HÉR MÁ SJÁ MYNDIR AF FRAMLEIÐSLUFERLINU.