Brett Ratner leikstýrir Samurai Jack

Þegar leikstjórinn Brett Ratner ( Rush Hour ) hefur lokið við að leikstýra þriðju Hannibal Lecter myndinni sem ber heitið Red Dragon, mun hann leikstýra kvikmyndinni Samurai Jack sem byggð er á hinni vinsælu, virtu og samnefndu teiknimyndaseríu sem er í gangi á Cartoon Network. Skapari teiknimyndaseríunnar, Genndy Tarkovsky (Dexters Laboratory, Powerpuff Girls) mun skrifa handritið að myndinni. Gerist hún í fjarlægri fortíð, þar sem hinn illi formbreytir Aku ræður lögum og lofum. Sá eini sem getur stöðvað hann er ungur stríðsmaður, en þegar hann mætir Aku er honum kastað fram í framtíðina, þar sem íbúarnir kalla hann Jack og reyna að hjálpa honum að snúa aftur til síns tíma og sigra formbreytinn illa. New Line Cinema framleiðir myndina.