Hin Óskarstilnefnda Abigil Breslin, 19 ára, hefur skrifað undir samning um að leika í endurgerð sjónvarpsstöðvarinnar bandarísku ABC á hinni rómuðu dans- og söngvamynd Dirty Dancing frá árinu 1987.
Breslin fetar þar með í fótspor Jennifer Grey sem lék aðalhlutverkið í upprunalegu myndinni, hlutverk Baby. Ekki hefur enn verið ráðið í hlutverk danskennarans Johnny Castle, sem Patrick Swayze lék svo eftirminnilega í upprunalegu myndinni.
Myndin fjallar um stúlku sem er í fríi með fjölskyldu sinni á sumarleyfisstað á Catskills, þegar hún verður ástfangin af danskennara á staðnum.
Myndin þénaði 213 milljónir Bandaríkja á sínum tíma í bíó og fékk Óskarsverðlaunin og Golden Globe verðlaunin fyrir besta lag, (I’ve Had) The Time of My Life.
Frumsýningardagur er enn óljós
Breslin leikur um þessar mundir í sjónvarpsþáttunum Scream Queen hjá Fox, og er þekkt fyrir leik sinn í myndum eins og Little Miss Sunshine, Zombieland og The Call.