Brandarar Stone teknir og gefnir karlleikurum

Bandaríska La La Land leikkonan Emma Stone, er ein eftirsóttasta leikkona Hollywood nú um stundir, en samt sem áður segir hún að hugmyndir hennar séu ekki teknar alvarlega í bransanum.

emma-stone-ryan-gosling

Í nýlegu viðtali við tímaritið Rolling Stone ræðir leikkonan, sem 28 ára gömul, um leið sína upp metorðastigann, og þar á meðal um reynslu sína af því að vera kona í skemmtanabransanum. Hún segist oft vera leið á því að koma með hugmyndir á tökustað, þar sem oft sé ekki hlustað á þær og þeim sópað undir teppið.

„Það eru atvik í fortíðinni, þegar ég er að vinna að kvikmynd, þar sem mér hefur verið sagt að ég sé að hindra vinnsluferlið með því að hafa skoðun eða koma með hugmynd,“ segir Stone í viðtalinu.

Hún bætti við að nokkrum sinnum hefði það komið fyrir þegar hún var að spinna texta eða brandara á staðnum, sem kom vel út, að brandarinn eða textinn hefði verið látinn karlkyns meðleikurum hennar í té.

„Ég er frekar treg til að vera að tala um að þetta sé allt af því að ég er kona, en það hafa verið nokkur skipti þar sem ég hef verið að spinna texta, og það er hlegið að brandaranum og síðan er hann tekinn og meðleikari minn karlkyns er látinn fá brandarann.

„Eða að ég hef sagt sem svo að einhver textalína sé ekki nógu góð og virki ekki, og þá er mér sagt, að fara með línuna samt sem áður, og hún verði bara klippt út ef hún virki ekki, en svo er hún bara alls ekki klippt út, og svo virkar hún ekki á endanum!“

 

La La Land verður frumsýnd hér á Íslandi 27. janúar nk.