Saga hinnar ólíklegu söng-stórstjörnu Susan Boyle, sem sló í gegn í hæfileikakeppninni Britain´s Got Talent árið 2009, og kom þar með öllum á óvart, og þá sérstaklega sjálfri sér, er líklega á leið á hvíta tjaldið. Lucas Webb hjá Fox Searchlight er drifkrafturinn þar á bakvið, en hann hefur tryggt sér réttinn til að gera mynd eftir sögu hennar.
Webb hyggst jafnframt byggja myndina á söngleiknum I Dreamed A Dream sem hefur farið sigurför um Bretland að undanförnu,
Sjáið Susan Boyle hér í Britain´s Got Talent.
Söngleikurinn segir frá lífi hennar frá því hún var barn í Skotlandi og þar til hún slær í gegn um allan heim.
Sýningin, sem hefur fengið góða dóma gagnrýnenda, hefur verið á ferð um Bretland og er á leiðinni til Ástralíu eftir áramót og fer síðan á West End í London.
Kvikmyndin er enn á byrjunarstigi, og enginn handritshöfundur, leikstjóri né leikarar eru komnir til sögunnar ennþá.