Einn af helstu aðstandendum Pixar Animation, John Lasseter, hefur staðfest það að þriðja Toy Story myndin skjóti upp kollinum í júní, árið 2010.
En ekki nóg með það, heldur verður þessi mynd matreidd í þrívídd, eins og margar aðrar kvikmyndir á næstunni.
Söguþráður myndarinnar er ekki orðinn ljós, en Lasseter segist vera mjög spenntur fyrir þriðju myndinni og að þrívíddartæknin geri upplifun hennar margfalt skemmtilegri.
Hann segir ennig að hinar tvær Leikfangasögumyndirnar verða gefnar aftur út á sama ári (fyrir sumarið) í þrívídd.
Aðdáendur eru sjálfsagt á sama máli um að þessi þriðja Toy Story mynd þurfi að standast heldur þungar væntingar ef hún ætlar sér að skáka mynd nr. 2, sem ennþá í dag er með heil 100% á RottenTomatoes.

