Nýi Ben Affleck og David Fincher spennutryllirinn Gone Girl virðist ætla að ná að halda toppsætinu á bandaríska aðsóknarlistanum aðra vikuna í röð, miðað við aðsóknartölur gærdagsins. Þorvaldur Davíð og félagar í Dracula Untold, sem frumsýnd var fyrir helgina í Bandaríkjunum, sækja hart að henni, en hafa líklega ekki erindi sem erfiði.
Áætlaðar tekjur Gone Girl fyrir helgina alla eru 24-25 milljónir Bandaríkjadala, og ef þessi spá stenst þá yrði þetta fyrsta „bannaða innan 16 dramað“ til að verja toppsæti aðsóknarlistans síðan Shutter Island, mynd Martin Scorsese, hélt toppsæti listans í tvær vikur í röð árið 2010.
Ný fjölskyldumynd Steve Carell, Alexander and the Terrible, Horrible, No Good, Very Bad Day, gekk einnig vel í gær og nær líklega þriðja sæti yfir helgina alla með í kringum 17 milljónir dala í tekjur.
The Judge, ný mynd Robert Downey Jr. og Robert Duvall virðist ætla að dæmast í fimmta sætið, á eftir hinni drungalegu Annabelle, og hinn drungalegi nýi spennutryllir Addicted mun líklega taka 7-8 sætið yfir helgina alla.
Nicolas Cage situr eftir með sárt ennið í 10-11 sæti í trúarlegu myndinni Left Behind,en myndin, sem frumsýnd var um síðustu helgi, hefur ekki náð þeim hæðum sem einhverjir vonuðust eftir.
Hér er topp tíu listinn í heild sinni:
1. Gone Girl.
3. Alexander and the Terrible, Horrible, No Good, Very Bad Day
4. Annabelle
5. The Judge
7 – 8. The Maze Runner
7-8. Addicted
10 – 11. Left Behind
10-11. Meet the Mormons