Börn valin best!

Kvikmyndin Börn eftir Ragnar Bragason var í kvöld valin besta myndin á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Kaupmannahöfn og fékk Gullna svaninn, aðalverðlaun hátíðarinnar. Ragnar tók við verðlaununum nú undir kvöld. Á Kaupmannahafnarhátíðinni, sem stendur í 11 daga, eru eingöngu sýndar evrópskar kvikmyndir. Ellefu kvikmyndir kepptu um aðalverðlaunin.

Þetta val kemur okkur nú varla á óvart, enda snildarmynd þarna á ferð. Við óskum Ragnari Bragasyni hjartanlega til hamingju, klassi!