Hversu vel myndi þér líða ef þú fengir að sjá The Dark Knight Rises á undan öllum öðrum? Ertu kannski þegar komin/n með miða á myndina, hvort sem það er forsýning hjá okkur, opin forsýning eða almennt bíó? Ef svarið er já, þá er ég bara nokkuð sáttur með þig.
Hins vegar var Kvikmyndir.is að fá í hendurnar mjög svo dýrmæta bíómiða og upplýsingar sem ætti að kitla Batman-aðdáendur á hárréttu stöðum. En þann 18. júlí kl. 20:00 (tveimur dögum á undan okkar forsýningu – og sjö dögum fyrir frumsýningu) verður haldin aukaforsýning á myndinni sem við ætlum að bjóða aðeins nokkrum heppnum notendum á. Þeir fá semsagt sérstakt tækifæri á því að sjá myndina á undan flestum öðrum og geta seinna skolað niður fullnægingarþreytuna með því að kíkja aftur á myndina nokkrum dögum seinna ef myndin verður jafngóð og margir vona.
Ef þig langar að fá massívt forskot á sæluna, þá skaltu kommenta hér fyrir neðan hvað þér finnst um Batman Begins og The Dark Knight. Skrifaðu endilega stutta efnisgrein og gefðu einkunn með. Ef þið hafið fylgst með Áhorfi vikunnar hjá okkur, þá ætti þetta að vera barnaleikur. Á föstudaginn mun ég draga út tvo (vægast sagt) heppna notendur sem fá miða fyrir tvo en held síðan áfram að gefa boðsmiða á Facebook-síðu okkar strax í kjölfarið.
Fylgstu með í þessum sérstaka Batman-mánuði hér á Kvikmyndir.is
[athugið að ekki verður hægt að kaupa miða á þessa forsýningu, en það er líka það sem gerir þetta svona ofsalega spennó]
*UPPFÆRT*
Þetta var vægast (ath. vægast!) sagt erfið ákvörðun, en „Kvikmyndir.is dómnefndin“ hefur ákveðið að veita eftirfarandi notendum tvo miða á forsýninguna:
Sölvi Elísarbetarson
Gísli Mangum
Vinsamlegast sendið staðfestingarpóst á tommi@kvikmyndir.is.Við minnum annars fólk á það að fleiri miðar verða ábyggilega gefnir. Annars er enn laust á forsýninguna (í bili).
Takk fyrir mergjaða þátttöku. Þessi komment frá ykkur fóru langt fram úr væntingum og verður heldur betur áhugavert að sjá hvort Rises standist væntingar okkar allra.