Bond á nýjum hjólum?

Aston Martin greindu frá því í gær að bíllinn sem notaður var í síðustu Bond mynd verður notaður í þeirri næstu, sem verður frumsýnd 7.nóvember 2008. „Við erum stoltir af arflegð Aston Martin í tengslum við James Bond. Aston Martin DBS hefur sinn eigin karakter sem er hægt að samræma með James Bond. Sprengikrafturinn hæfir honum því vel. Því teljum við hann vera hinn fullkomna bíl fyrir James Bond þar sem hann flytur honum hina fullkomnu ánægju af því að keyra bílinn.

Við sáum James Bond keyra Aston Martin DBS síðast í Casino Royale, þar Adam Kirley, áhættuleikari, er sagður hafa slegið heimsmet og komist þar með í Heimsmetabók Guinness fyrir „The Most Cannon Rolls In A Car.“

Tökur á Bond 22 hefjast í næsta mánuði.