Lengi hefur verið rætt og deilt um það hvort bölvun hvíli á hryllingsmyndageiranum, svo dæmi sé nefnt. Kvikmyndagerð er auðvitað sjaldan einfalt ferli, en hvernig verður mórallinn – og jafnvel útkoman – þegar upp safnast drungalegur fjöldi atvika sem eru eins og beint tekin úr skáldskap?
Í tuttugasta þætti Poppkúltúrs, hlaðvarpsþáttar Kvikmyndir.is, er farið yfir sturlaðar (og margar hverjar ljótar) staðreyndir á bak við gerð hinnar stórfrægu og sögulegu The Exorcist frá 1973 og fleiri kvikmynda sem bera með sér yfirnáttúrlegan gljáa.
Hvenær hættir tilviljun að vera tilviljun? Er þetta allt eitt stórt samsæri?
Hvað er það sem knýr Stellan Skarsgård áfram til að hann brilleri oftast í sínum hlutverkum? Jafnvel þegar hann tekur upp sömu kvikmyndina tvisvar…
Mál eru rædd að neðan…