Bókaklúbbskonur mættar til Ítalíu

Kvikmyndin Book Club 2: The Next Chapter sem kemur í bíó föstudaginn 12. maí er mynd sem margir hafa beðið spenntir eftir en í mynd númer eitt endurnýjuðu fjórar vinkonur á besta aldri kynni sín af ástinni og kynlífinu eftir að hafa verið orðnar heldur vondaufar um árangur í þeim efnum. Það sem kveikti neistann var lestur á hinni erótísku Fifty Shades of Grey í bókaklúbbnum.

Book Club (2018)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.1
Rotten tomatoes einkunn 54%
The Movie db einkunn6/10

Æskuvinkonurnar Diane, Sharon, Vivian og Carol hafa allar upplifað með árunum að blossinn í sambandi þeirra við karlmenn hefur orðið daufari og daufari. Hlutirnir breytast hins vegar snarlega þegar þær lesa hina erótísku bók Fifty Shades of Grey enda fyllir sagan þær allar löngun ...

Eins og kvikmyndaritið The Variety greinir frá þá voru konurnar fjórar, leiknar af Jane Fonda (nautnaseggur en tilfinningalega fjarlægur hóteleigandi), Diane Keaton (nýlega orðin ekkja og feimin við sambönd, með uppkomnar dætur sem vilja að hún flytji yfir landið þvert og endilangt), Mary Steenburgen (hamingjusamlega gift veitingakona, en eiginmaðurinn er enginn fjörkálfur og það batnar ekki með aldrinum) og Candice Bergen (dómari sem hefur ekki farið á stefnumót í átján ár) voru eins og persónur í leit að betra lífi. Myndin talaði til fólks og fjallaði um ákveðnar hugsanir og tilfinningar sem ávallt er skortur á.

Í nýju myndinni halda hinar fjórar fræknu til Ítalíu á vit nýrra ævintýra þar sem við fáum að upplifa marga fallega staði í landinu í leiðinni.

Lifði á Zoom

Myndin gerist nokkrum árum eftir fyrri myndina. Söguhetjurnar eru búnar að fara í gegnum Covid-19 faraldurinn en hefur tekist að halda bókaklúbbnum lifandi á fundaforritinu Zoom.

Meðal rita sem hinar bókelsku vinkonur hafa sökkt sér ofaní eru Normal People eftir Sally Rooney og The Alchemist eftir Paulo Coelho.

Book Club 2: The Next Chapter (2023)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn5.6
Rotten tomatoes einkunn 46%

Við fylgjumst með vinkonunum fjórum sem fara með bókaklúbbinn sinn til Ítalíu og skemmta sér betur en nokkru sinni fyrr. Þegar hlutir fara úr skorðum og leyndarmál koma í ljós breytist áhyggjulausa fríið í ógleymanlegt ferðalag þvert yfir landið. ...

Fann ást í viðhaldinu

Í byrjun myndarinnar er staðan þannig að Vivian (Fonda) hefur fundið ástina í langtíma viðhaldi sínu sem Don Johnson leikur. Þau hafa ákveðið að giftast. Diane (Keaton) fann sér kærasta í persónu sem leikin er af Andy Garcia, hinum riddaralega og brosmilda flugmanni Mitchell, og það lítur allt út fyrir að vera of gott til að vera satt, en það er satt!

Carol (Steenburgen), sem er sú sem er hvað mest ráðsett og sátt við lífið, er búin að missa veitingahúsið vegna faraldursins, en hún er sátt við hvernig hlutirnir hafa þróast. Helsta áskorun hennar snýr að eiginmanninum Bruce (Craig T. Nelson), sem hefur fengið hjartaáfall. Það fór betur en á horfðist, en hún er svo hrædd um að missa hann að hún er búin að setja hann á mjög litlaust mataræði og ofverndar hann, sem setur álag á hjónabandið. Svo er það Sharon (Bergen). Hún hafði í fyrri myndinni náð aftur tengslum við ástina og er nú búin að hengja dómaraskikkjuna á snagann. Því er allt opið í hennar lífi.

Nú er bara að skella sér í bíó og sjá ævintýrin sem bíða vinkvennanna!

Hér má lesa gagnrýni Variety í heild sinni.