Blóðug klippa úr Immortals

Nýja stórvirki indverska leikstjórans Tarsem Singhs, Immortals, er frumsýnd hérlendis eftir rúmlega viku og hefur vakið áhuga margra. Myndin er svipuð í anda og kvikmynd Zach Snyders, 300, sem kom, sá og sigraði árið 2007 í bíóhúsum, og gefur nýjasta klippa myndarinnar góða mynd af hversu blóðug Immortals er í raun- hugsanlega blóðugri en 300. Myndin er jafnvel framleidd af þeim sömu og færðu okkur 300.

ATH: Klippan er ekki við hæfi fólks undir 16 ára aldri.

Þetta er þriðja kvikmynd Tarsem Singhs en hann er þessa daganna að leikstýra sykursætu útgáfu sinni af sögu Mjallhvítar sem fékk nýlega heitið Mirror Mirror. Tarsem hefur áður leikstýrt myndunum The Cell, sem vakti mikla athygli; og The Fall, mynd sem hann hefur fengið mikið lof fyrir aðdáunarverða litla notkun á tölvubrellum og fyrir að hafa verið tekin upp á mörgum heimshornum á mjög listræna vegu. Singh hefur einnig leikstýrt tugi auglýsinga fyrir mörg stór vörumerki. Hvernig leggst þessi sérstæða sýn Singhs í fólk?