Í BíóTali fyrir helgina 22.-24.febrúar fjalla þeir kumpánar Tommi og Sindri um myndirnar There Will be Blood og Gleymdustu myndirnar á árinu 2007.
There Will be Blood er sögð vera með dimmu ívafi, persónuuppbygging persónanna var rosalega sterk og Daniel-Day Lewis heldur myndinni algerlega uppi og er í raun það besta við hana. Ein af betri myndum 2007 (situr á toppnum með No Country for Old men og Zodiac), mjög áhugaverð og skilur mikið eftir sig. Hún er algert meistaraverk. 4 stjörnur frá Tomma / 3 og 1/2 frá Sindra.
Einnig fjalla þeir um „Gleymdustu myndirnar frá árinu 2007“, Zodiac og Across the Universe. Strákarnir eru alveg brjálaðir yfir því að Óskarinn hafi algerlega boycottað Zodiac! Þeir kafa djúpt ofaní báðar myndirnar og bera rök fyrir því AF HVERJU þær eru gleymdar myndir og einnig rök fyrir því af hverju þær eru eftirminnilegar og rosalega góðar.

