Bíótal komið með eigin heimasíðu!

Gagnrýnandaþátturinn okkar hér hjá Kvikmyndir.is, Bíótal,  er kominn með sína eigin heimasíðu sem gerir aðgengi að þættinum talsvert auðveldara en það var áður! Umsjónarmenn þáttarins eru bjöllarnir (bíó+njölli) Tómas Valgeirsson og Sindri Gretarsson.

Þættirnir hófu göngu sína fyrir nokkrum mánuðum síðan og hefur alltaf verið hægt að sjá þættina á forsíðunni hjá okkur, og tengda myndunum sem eru gagnrýndar hverju sinni, en skiljanlega hefur hann kannski farið framhjá mörgum. Þættirnir virka þannig að strákarnir taka þær myndir fyrir sem eru frumsýndar hverja helgi og gagnrýna þær á videoformi, en það er víst það heitasta í dag (og framtíðin segja margir).

Heimasíða þáttanna er komin til að vera og munum við fikta aðeins í henni næstu vikur til að laga galla ef þeir finnast o.fl. í þeim dúr. BíóTal er hér vinstra megin á valmyndinni, fyrir neðan Bíómyndir og ofan Topp Gagnrýnendur. Einnig er hægt að stimpla inn http://www.kvikmyndir.is/biotal