Bíótal breytir um stefnu

Í kjölfar þess að Bíótal fékk sína eigin undirsíðu hér á kvikmyndir.is fyrir stuttu þá hafa þeir breytt um stefnu í þættinum. Bíótal er gagnrýnandaþáttur Kvikmyndir.is með þeim Tómasi Valgeirssyni og Sindri Gretarssyni í fararbroddi. Fram að þessu hefur hver þáttur verið 10-12 mínútna langur og samansettur af myndum sem frumsýndar eru hverja helgi.

Frá þessari stundu mun hver þáttur gagnrýna eina mynd sem gerir það að verkum að aðgengi er mun þægilegra, þið getið stokkið á þá mynd sem þið viljið sjá gagnrýnda. Stundum eru strákarnir líka með þema, nú síðast tóku þeir fyrir Bestu myndir ársins 2007. Einnig eru nýjustu rýnirnar á Southland tales, In bruges og Lars and the real girl.

Við vonum að þetta falli vel í kramið og minnum á að Bíótal er aðgengilegt hér til hliðar, undir Bíómyndir og fyrir ofan Topp gagnrýnendur. Verði ykkur að góðu!