Arnar Steinn Pálsson, nýorðinn myndlistamaður Kvikmyndir.is, hefur fengið það skemmtilega verkefni að búa til örsuttar myndasögur fyrir vefinn vikulega. Það kom undirrituðum fáránlega mikið á óvart þegar hann sást sem kjarni nýjustu myndasögunnar, en eins og allir vita þarna úti þá eru gagnrýnendur á meðal þeirra sem fullkomlega réttlátt er að gera grín af. Við erum nú einu sinni lappalausir menn sem segja öðrum hvernig á að hlaupa 😉
Fúlt samt hversu fáir voru hrifnir af The Thing pre-make-inu.
Kíkið á:
Við James Berardinelli eigum það líklegast þá sameiginlegt að vera einhvers konar geimverur sem sækjast í kuldann. Sáttur með það!