Bíóbær – Nanna Kristín Magnúsdóttir og Valgerður Rúnarsdóttur ræða Abbabbabb!

Bíóbærsbræður Gunnar Anton og Árni Gestur fá Nönnu Kristínu Magnúsdóttur leikstjóra Abbababb ásamt danshöfundinum Valgerði Rúnarsdóttur í viðtal í Bíóbæ og ræða þessa nýju íslensku dans- og söngvamynd í þaula.

Nanna Kristín Magnúsdóttir.

Í þættinum er líka farið yfir Oliviu Wilde myndina Don’t Worry Darling – og sömuleiðis dramalamading-dongið sem gekk á bakvið tjöldin. Svo er Avatar að koma aftur í bíó eftir fjarveru úr kvikmyndahúsum í tæp 13 ár.

Bíóbærinn er sjónvarpsþáttur sem er á Hringbraut kl 20:00 á miðvikudagskvöldum. Þáttastjórnandi er Gunnar Anton Guðmundsson og fastagestur er ávallt Árni Gestur Sigfússon.

Horfðu á þáttinn hér fyrir neðan: