Í ágúst munu koma út leikföng tengd velþekktri mynd Cohen-bræðranna, mynd sem er af mörgum talin besta gamanmynd allra tíma – The Big Lebowski. Þessi mynd er löngu orðin alger legend þannig að ef þú ert aðdáandi þá áttu eftir að tryllast yfir þessu!
Entertainment Earth eru að selja þessa dótakalla á netinu sem skarta The Dude og Walter í aðalhlutverkum, en leikföngin eru einnig seld á Comic con, sem ég reikna með að enginn Íslendingur komist á.
Smellið á kallinn til að panta!(25 dollarar). Pakkinn inniheldur líter af mjólk, White Russian (drykkinn) og teppið (pissið selt sér).
Þú getur líka keypt báða félagana, en mynd af þeim er hér fyrir neðan (smellið á hana til að kaupa á 40 dollara)
Fyrir þá sem geta ekki beðið fram í ágúst, þá eru nú þegar til sölu þessir The Big Lebowski kallar sem má sjá hér fyrir neðan (smellið til að kaupa)
Tvær spurningar: Er þetta til í Nexus og hvar er JESUS?!



