Aðdáendur The Dude og hinna kumpánanna í myndinni The Big Lebowski geta nú dustað rykið af náttsloppunum sínum og öðrum tilheyrandi búningum, því hið rómaða og árlega Big Lebowski Fest 2011 verður haldið þann 12. mars nk. í Keiluhöllinni, Öskjuhlíð.
Í tilkynningu frá hátíðarhöldurum segir að þetta sé í 5. skiptið sem hið árlega Big Lebowski Fest er haldið hér á landi. „Hátíðin er haldin fyrir alla aðdáendur myndarinnar The Big Lebowski en á festinu er fólk að mæta í búningum sem persónur úr myndinni, drekka hvíta rússa, slappa af og skiptast á hinum ódauðlegu frösum úr einni mestu cult mynd allra tíma.
Farið er í keilu, haldin er búningakeppni, myndin sýnd í HD ásamt óvæntri uppákomu,“ segir í tilkynningunni.
Dagskrá:
20:00 – Mæting og skráning
20:30 – Ýmsar uppákomur
21:15 – Myndin „The Big Lebowski“ sýnd í HD.
23:15 – Fuckin’ Fashcist keppni
00:00 – Keila
01:30 – Verðlaunaafhending
02:00 – Festinu lýkur
Miðaverð er 2.500 kr. og er innifalið:
*Þáttaka í hátíðinni
*Keila
*Stór bjór
*Lebowski „Shut the fuck up Donny“ T-bolur
Fjölmörg verðlaun verða veitt, m.a. fyrir fyrstu 5 sætin í búningakeppni, besta skor í keilu, ásamt sérstökum heiðursverðlaunum sem við köllum: „Achiever verðlaunin“.
Miðasaða fer fram hér.