Eins og áður hefur verið sagt frá hyggst Sony bjóða fram stórmyndina Stealth sem sýna stærstu mynd sumarið 2005. Þegar hefur leikarinn Josh Lucas verið ráðinn í aðalhlutverk myndarinnar, og nú hefur verðandi stjarnan Jessica Biel einnig verið ráðin. Myndin fjallar um það hvernig herinn hefur útbúið háþróaða gervigreind til þess að stjórna m.a. flugvélum sínum. Gervigreindin hættir þá að láta að stjórn og hótar að leggja allt líf á jörðinni í rúst. Það er þá undir litlum hópi sérfræðinga komið að ná stjórn á ástandinu. Myndinni verður leikstýrt af Rob Cohen.

