Beyoncé selur HBO eigin mynd

Sjónvarpsstöðin HBO ætlar að sýna nýja heimildarmynd um  Beyoncé á næsta ári. Söngkonan leikstýrði myndinni sjálf og bauð HBO að kaupa hana,.

„Margir af uppáhaldsþáttunum mínum eru á HBO og þess vegna er ég ánægð með að myndin mín verður hluti af kröftugri dagskrá stöðvarinnar. Þessi mynd er mjög persónuleg og hún varð að eignast góðan samastað,“ sagði Beyoncé. „HBO er þekkt fyrir mikinn metnað og háan gæðastuðul.“

Myndin verður sýnd um miðjan febrúar á næsta ári. Þetta verður stór mánuður fyrir Beyoncé því hún syngur í hálfleik Ofurskálarinnar 3. febrúar.

Þótt Beyoncé sé þekktust sem söngkona hefur hún einnig leikið í myndum á borð við Dreamgirls og Austin Powers in Goldmember.