Þetta er apaklám – Myndband

Gamanmyndin The Incredible Burt Wonderstone lofar góðu ef eitthvað mark er takandi á atriði sem búið er að birta úr myndinni og má horfa á hér í fréttinni.

Myndin fjallar um töframanninn Burt Wonderstone sem má muna sinn fífil fegri og félaga hans Anton Marvelton. Töfrasýning þeirra var eitt sinn sú allra heitasta í bænum, en nú er öldin önnur, auk þess sem félagarnir eru hættir að þola hvorn annan. Það bætir ekki úr skák að nýr funheitur götutöframaður að nafni Steve Gray er núna orðinn stærsta nafnið í bænum. Til að reyna að bjarga ferlinum þá ákveður Burt að spýta í lófana og bæta atriðin sín, sem verður til þess að hann finnur aftur ást sína á göldrum.

jim carrey steve carrell steve buscemi

Í atriðinu hittast töframennirnir á bar og Burt Wonderstone og Steve Gray, sem leikinn er af meistara Jim Carrey, fara að metast, og Wonderstone segir: „Það sem þú gerir er ekki töfrar, það er apaklám.“ Í kjölfarið halda þeir áfram að rífast.

Sjáðu atriðið hér að neðan:

Myndin kemur í bíó í Bandaríkjunum 15. mars nk.