Gamanleikarinn góði, Ben Stiller mun framleiða myndina Breakups Are Their Business, sem byggð er á grein sem birtist í Time tímaritinu um japanskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í því að stía hjónum í sundur. Þetta hljómar kannski skringilega í augum vesturlandabúa, en í Japan er það einungis karlmaðurinn sem getur sótt um skilnað, ekki konan. Konur fara því til fyrirtækisins vilji þær skilnað, og fyrirtækið gerir síðan allt sem það getur til þess að fá karlinn til þess að sækja um skilnað frá konunni. Hvort myndin verður sniðin að bandarískum markaði verður að koma í ljós, en þar sem Stiller mun framleiða og Ricky Blitt (sem yfirleitt hefur unnið með Farelli bræðrum) mun að öllum líkindum leikstýra, þá má gera ráð fyrir því að myndin verði gerð á sem gamansamastan hátt.

