Ben Affleck á toppnum

gone-girl-poster-3Nýjasta kvikmynd David Fincher, Gone Girl, trónir á toppi vinsældarlista helgarinnar yfir aðsóknarmestu myndirnar í kvikmyndahúsum landsins.

Það er Óskarsverðlaunahafinn, leikstjórinn, leikarinn og handritshöfundurinn Ben Affleck sem leikur aðalhlutverkið í myndinni. Affleck fer með hlutverk eiginmanns konu sem hverfur daginn sem þau eiga fimm ára brúðkaupsafmæli, og allt bendir til að hann hafi myrt hana.

Rosamund Pike fer með hlutverk konunnar sem hverfur, en Pike hefur áður leikið í myndum á borð við Pride & Prejudice og Jack Reacher.

Gone Girl er byggð á skáldsögu Gillian Flynn og tryggði 20th Century Fox sér kvikmyndaréttinn á bókinni fyrir tugi milljóna dala en bókin hefur selst í bílförmum í Bandaríkjunum.

Í öðru sæti listans situr íslenska kvikmyndin Afinn. Myndin tekur á gamla fiðringnum sem margir íslenskir karlmenn upplifa þegar þeir horfa fram á að vera komnir á eftirlaunaaldurinn. Kvik­mynd­in seg­ir frá Guðjóni sem lifað hef­ur ör­uggu lífi. Allt í einu blas­ir eft­ir­launa­ald­ur­inn við hon­um á sama tíma og að erfiðleik­ar koma upp í hjóna­band­inu og við skipu­lagn­ingu á brúðkaupi dótt­ur sinn­ar. Í ör­vænt­ingu sinni í leit að lífs­fyll­ingu og til­gangi ligg­ur leið hans meðal ann­ars til Spán­ar, í heim­speki­deild Há­skóla Ísland og á Land­spít­al­ann. Myndin er byggð á hinu geysivinsæla og samnefnda leikriti eftir Bjarna Hauk.

Hrollvekjan Annabelle situr í þriðja sæti listans. Myndin er byggð á dúkkunni drungalegu Annabelle, sem kemur lítillega við sögu í The Conjuring og er sagan um uppruna djöfladúkkunnar. Myndin er framleidd af James Wan, en kvikmyndatökumaður The Conjuring, John Leonetti, leikstýrir í þetta sinn. James Wan virðist kunna vel við sig í hrollvekjunum en auk The Conjuring hefur hann gert Saw og Insidious myndirnar.

Screen Shot 2014-10-13 at 6.47.50 PM