Leikstjórinn Michel Gondry, sem hingað til hefur aðallega verið þekktur fyrir að hafa leikstýrt tónlistarmyndböndum fyrir Björk, Beck, Fatboy Slim og fleiri er nú að kvikmynda nýjasta handrit Charlie Kaufman (Being John Malkovich) en myndin mun bera heitið Human Nature. Eru Tim Robbins , Patricia Arquette og Rhys Ifans í aðalhlutverkum. Mun myndin fjalla um atferlisfræðinga nokkra sem gera tilraunir á mönnum og öpum og skrítnum ástarþrí- og ferhyrningum sem myndast í kjölfarið. Má því búast við súrri snilld í anda BJM, það er ef blessaður maðurinn getur eitthvað leikstýrt af viti.

