Bíó Paradís og RÚV hafa gert með sér samning um kaup og sýningar nýjum evrópskum kvikmyndum. Markmið kaupanna er að auka enn frekar útbreiðslu evrópskrar kvikmyndarmenningar á Íslandi og beina sjónum almennings að gæðum og fjölbreytni evrópskrar menningar.
Um er að ræða ítölsku kvikmyndina Miele, sem verður sýnd í kvöld, kl 23:15. Myndin hlaut verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2013. Hún var einnig tilnefnd til Lux verðlaunanna árið 2013. Gríska kvikmyndin J.A.C.E verður sýnd þann 11. maí, en myndin var tilnefnd til aðalverðlauna á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tokyo árið 2011. Myndin var jafnframt sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíðinni í Reykjavík árið 2012 sem hluti af grískum fókus.