Það er oft sagt að kvikmynd sé skrifuð þrisvar. Á blað, á tökustað og síðan í eftirvinnslu. Á tökustað breytast hlutirnir úr formi handrits yfir í líkamlega tjáningu og lifandi form. Oft á tíðum gerast galdranir þegar leikararnir spinna á staðnum og sumar af eftirminnilegustu setningum og senum hafa komið beint frá leikurunum sjálfum. Má taka til dæmi þegar Robert De Niro talar við sjálfan sig fyrir framan spegilinn í Taxi Driver og segir „You talkin’ to me?“.
Mewlist tók á dögunum saman lista yfir 25 bestu spuna allra tíma í kvikmyndum og fylgja útskýringar með myndbandinu og er afar fróðlegt að lesa þær með senunum.