Framleiðslu á Batman v Superman: Dawn of Justice virðist vera lokið, sem þýðir að myndin er tilbúin til sýningar.
Því miður fyrir aðdáendur Batman og Súperman þurfa þeir að bíða þangað til í mars á næsta ári eftir því að sjá myndina, sem beðið hefur verið eftir með mikilli eftirvæntingu.
Ray Sean, einn þeirra sem sjá um tæknibrellurnar í myndinni, sagði nýlega frá því á Instagram að hópurinn hans hefði lokið við allar brellurnar.
„Batman v Superman er tilbúin. Ein besta mynd sem ég hef unnið við! Barnið innra með mér er mjög hamingjusamt! Ég er mesti aðdáandi Súperman í heimi! Þess vegna var draumur einn að vinna við myndina. Ég hlakka til að sjá hana á hvíta tjaldinu í mars. Ég get ekki beðið. Vel gert allir sem unnu að myndinni,“ skrifaði Sean á Instagram.