Bwooooom! Þennan sama drynjandi bassa er ekki að finna í hverri einustu stiklu sem gerð er í Hollwood. Til dæmis er hann ekki í Beauty and the Beast stiklunni, en hann má heyra í flestum öðrum, að því er virðist!
Hann er í John Wick: Chapter 2 stiklunni, Power Rangers og jafnvel í dramanu Zookeeper’s Wife. Þessi bassa – niðursveiflu – druna er svo algeng í stiklum að myndbandafyrirtækið CinemaRaven, ákvað að taka saman samansafn af stiklum þar sem bassadrunan kemur við sögu.
Kíktu á stikluna hér fyrir neðan:
Stiklu tónsmiðir eru vel meðvitaðir um mikla notkun drununnar, en ætla sér alls ekki að hætta notkun hennar. „Þetta er í stiklum af því að það búast allir við henni,“ segir Jez Collin eigandi Hi-Finesse Music and Sound, sem býr til hljóð og tónlist fyrir helstu kvikmyndirnar, eins og The Avengers, Dark Knight Rises, and Guardians of the Galaxy. „Að fjarlægja drununa væri eins og að biðja trommara að hætta að spila á sneriltrommu.“
„Drunan lætur hluti virðast mikilvæga, en á klókan og hógværan hátt segir Adam Rosenblatt, hjá stiklufyrirtækinu mOcean í Los Angeles.
Stiklubransinn er annars þekktur fyrir að nota það sem virkar, og þá hermir hver eftir öðrum, eins og sagt er frá í The Vulture.
„Ég er orðinn þreyttur á henni. Ég nota hana ekki sjálfur,“ segir Nick Temple, klippari og eigandi Wild Card stiklufyrirtækisins, sem gerði stiklu fyrir Girl on the Train og kitlu fyrir Blade Runner 2049.
Þetta er þó aðeins eitt hljóð af mörgum sem eru ítrekað notuð í stiklum, en ef þú vilt lesa meira þá er um að gera að kíkja á umfjöllunina í The Vulture.