Barnapía Óskast (2010)

Í föstudagsumfjöllun minni í þetta skiptið tek ég íslenska stuttmynd að nafni Barnapía Óskast.                                               

 

                                                             Barnapía Óskast

Myndin fjallar um Steinar (Guðfinnur Ýmir), sem fær það starf að passa litlu frænku sína. Vinir hans, Frikki og Júlli (Frosti Jón Runólfsson & Bjarni Gautur) koma í heimsókn á meðan pössunin á sér stað og fær litla stelpan góðan skammt af grasreykingum og óábyrgð.

Söguþráður myndarinnar er mjög skemmtilegur, myndin er ríflega 20 mínútna löng og heldur sig við efnið út þann tíma. Það er góður hraði á söguþráðnum og aldrei ekkert að gerast. Staðsetningin er frábær, myndin gerist að mestu inni í íbúð Steinars, og tómar flöskur og dót gefa staðnum karakter. Myndin er upplýst allan tímann, fyrir utan draumaatriði þar sem myrkur er til staðar, sem gefur smá tilbreytingu sem er af hinu góða. Leikararnir allir standa sig með prýði, og Frosti Jón er rosalega góður sem Frikki. Bjarni Gautur er með frábært improv við miðju myndarinnar þar sem hann nefnir Steinar til dæmis barnamorðingja, sprenghlægilegt. Leikstjórn myndarinnar er góð (Andri Björn Birgisson) og er myndin jafnframt eftir Andra Björn. Upptaka myndarinnar er skemmtileg, og eru POV skotin frá barninu séð vel gerð. Kilpping myndarinnar er til fyrirmyndar, og þema lag myndarinnar (Sleep – Dragonaut) passar mjög vel við.

gggg

Þessi stuttmynd er frábær, og hef ég því séð hana nokkrum sinnum. Það eru margar íslenskar stuttmyndir sem koma úr Kvikmyndaskóla Íslands reglulega, og er ekki erfitt að nálgast þær á netinu. Dettið endilega í áhorf um helgina ef tími gefst, ég mæli ekki á móti því að þið tékkið á þessari mynd.