Barist við tröll – Nýtt plakat og stikla

Nýtt plakat er komið fyrir ævintýramyndina Jack The Giant Slayer, þar sem miðaldariddarar berjast við her af ófrýnilegum tröllum m.a., eitthvað sem ætti að höfða til Íslendinga …

Sjáið plakatið hér að neðan:

Upprunalega hét ævintýrið Jack the Giant Killer, en nafninu hefur nú verið breytt í Jack The Giant Slayer.

Jack, sá sem um ræðir í titli myndarinnar, er leikinn af Nicholas Hoult, sem hittir hina hugrökku prinsessu Isabelle, leikin af Eleanor Tomlinson, og verður umsvifalaust ástfanginn. Í sameiningu lenda þau í ævintýri sem gæti endað með stríði á milli mannkyns og trölla í ævintýralandi.

Sjáðu stikluna hér að neðan:

Í myndinni leika einnig þau Stanley Tucci, Ewan McGregor, Warwick Davis, Bill Nighy, Ewen Bremner, Eddie Marsan og Ralph Brown.

Leikstjóri er Bryan Singer, sem hefur áður gert X-Men.

Jack The Giant Slayer mun tröllríða bíóhúsum frá og með 1. mars í Bandaríkjunum.