Gamanmyndin Barbie, með Margot Robbie og Ryan Gosling i aðalhlutverkunum, fór beint á topp íslenska aðsóknarlistans um helgina. Tekjur myndarinnar námu 21,5 milljónum króna en Oppenheimer, hin frumsýningarmynd helgarinnar, var með rúmar fjórtán milljónir.
Toppmynd síðustu viku, Mission: Impossible Dead Reckoning – Part 1 datt niður í þriðja sæti listans með 3,5 milljónir í tekjur.
Miklar væntingar höfðu verið gerðar til bæði Barbie og Oppenheimer og má segja að þær hafi staðið undir þeim og meira til.
Fram kemur í fréttatilkynningu frá FRISK, Félagi rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði, að um stærstu opnunarhelgi í íslenskum kvikmyndahúsum frá upphafi hafi verið að ræða.
Myndirnar slógu líka í gegn í Bandaríkjunum þar sem Barbie fór á toppinn með 150 milljónir dala í tekjur en Oppenheimer 80 milljónir.
Sjáðu íslenska bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: