Það kostar 454 kr. í bíó vestanhafs

„Motion Picture Association of America (MPAA)“ hefur birt tölur fyrir hagnað kvikmyndahúsanna fyrir árið 2007. Ljóst er að aðsókn í miðasölu hefur aukist um 5,4%.

Árið 2007 voru seldir bíómiðar fyrir 9,63 milljarða dollara, samanber 9,14 milljarða dollara miðasölu árið 2006. MPAA segja að ástæðan fyrir þessari hækkun sé hærra miðaverð.

Það verður að taka tillit til þess að meðalkostnaður við að búa til og markaðssetja eina mynd hækkaði upp í 106,6 milljónir dollara, upp um 6,3% frá árinu 2006 en þá var meðalkostnaðurinn 100,3 milljónir dollara.

Meðalkostnaður á miða hækkaði í 6,88 dollara á árinu 2007 (það kostar 454 kr. í bíó vestanhafs miðað við gengið í dag). Þetta er 5% hækkun frá miðaverði ársins 2006, en þá var það 6,55 dollarar.