Elizabeth Banks fannst frábært að leika í myndinni The Next Three Days, þar sem hún er vön að fá bara hlutverk í gamanmyndum. Leikkonan, sem leikur á móti Russel Crowe í þessari dramamynd sem fjallar um konu sem er handtekin, grunuð um að hafa myrt vinnuveitanda sinn, er klassískt menntuð leikkona og var ánægð þegar Paul Harris leikstjóri bauð henni hlutverkið.
Banks segir: „Fyrsta hlutverkið mitt var í gamanmyndinni Wet Hot American Summer, og ég elska að gera gamanmyndir, en ég var svo heppinn að Paul hafði samband og sagði, „ég held að þú getir gert þetta“. Ég held að flestir bestu leikararnir sem til eru séu einnig góðir í að leika gamanhlutverk.“
Leikkonan sem er 36 ára gömul, segir að með því að sjá myndina fái fólk frábært tækifæri til að læra hvernig á að brjótast út úr fangelsi.
Í samtali við Comingsoon.net segir hún: „Það góða við þessa mynd er að hún svarar spurningunni um hvernig venjuleg manneskja brýst út úr fangelsi, og þú getur til dæmis kynnt þér ýmislegt um það á YouTube. Málið er að fólk er alltaf að brjótast út úr fangelsum. Og þú getur lært hvernig á að gera það.“