Leikarinn ástralski Eric Bana mun leika Hector í væntanlegri kvikmynd Wolfgang Petersen sem nefnist Troy. Brad Pitt mun leika Achilles í myndinni, og hætti hann við að leika í Fountain sem hann ætlaði að gera með Darren Aronofsky til þess. Petersen hætti við að gera Batman VS Superman til þess að geta gert þessa mynd í staðinn. Því er líklegt að handritið að þessari mynd sé sterkt, enda er Warner Bros. að leggja 140 milljónir dollara í myndina sem áætluð er að verði 2 tímar og 45 mínútur að lengd.

