Bale í kínverskri veislu

Kínverska sendiráðið á Íslandi og Háskólabíó í samstarfi við Græna ljósið standa fyrir kínverskri kvikmyndahátíð 2. – 8. nóvember nk. Sýndar verða átta kínverskar myndir og opnunarmyndin er engin önnur en nýjasta mynd Zhang Yimou, með Christian Bale í aðalhlutverkinu, sem var tilnefnd til Golden Globe verðlauna sem besta erlenda mynd ársins.

Myndirnar átta sem sýndar verða eru eftirfarandi:

FLOWERS OF WAR – Opnunarmynd, DEAR ENEMYFLYING SWORDS, FULL CIRCLE, I DO, KORA, LOVE IS NOT BLIND og MOTHER

„Hér er á ferðinni mikil kvikmyndaveisla sem enginn sannur kvikmyndaáhugamaður lætur fram hjá sér fara,“ segir í tilkynningu frá Græna ljósinu.

Tveir fyrir einn

Vakin er athygli á því að menn geta tryggt sé 2 miða á verði eins um helgina ef þeir eru á póstlista Græna ljóssins.