Fyrir ekki svo löngu síðan birtist hér frétt þar sem við fengum að sjá mynd af Christian Bale í svarta gúmmíbúningum úr nýjustu mynd sinni, Batman Begins, og mun sú mynd rekja alla leið til fyrstu áranna þar sem Bruce Wayne varð að þeirri hetju og farið verður út í alla forsöguna. Hljómar frábærlega, og undirritaður hefur mikla trú um að leikstjórinn Christopher Nolan geri betri hluti en Joel Schumacher gerði með síðustu tvær. En nóg um það. Hér er komin mun skýrari og flottari mynd af nýja Leðurblökumanninum. Alls ekki slæmt….
Bale er Batman
Loksins er komið á hreint hver mun leika næsta Batman, og aðdáendur seríunnar verða glaðir að heyra að það er enginn annar en Christian Bale. Warner Bros. og leikstjórinn Christopher Nolan buðu honum hlutverkið, og hann tók sér tíma í að íhuga málið, því það var ekki leyndarmál að hann vildi fá hlutverk James Bond þegar Pierce Brosnan hættir, og ljóst er að hann fær ekki bæði hlutverkin. Hann ákvað á endanum að klæðast skikkjunni góðu, og er þá loksins kominn einhver skriðþungi á þetta verkefni sem búið er að velkjast um í fleiri ár í Hollywood. Lítið sem ekkert er vitað um söguþráð þessarar nýju Batman myndar, en hún er skrifuð af David Goyer og gerist snemma á ferli Leðurblökumannsins.

