Baldwin flýr frægðina

alec-baldwin-30-rockBandaríski leikarinn Alec Baldwin ætlar að flytja frá heimaborg sinni, New York. Ekki er vitað hvert hann hyggst flytja, en eitt er víst, hann er kominn með hundleið á fólki og ljósmyndurum sem trufla hann stanslaust úti á götu við hvert tækifæri.

Baldwin segir að hann fyrirlíti fjölmiðla í grein sem ber heitið „Bless, opinbera líf.“ Í greininni tekur hann m.a. fram að þetta sé í síðasta skipti sem hann tali um einkalífið sitt við bandarískan fjölmiðil.

„Ég get ekki búið í New York lengur, allt sem ég hataði við L.A. er byrjað að heilla mig. L.A. er staður þar sem maður getur búið bakvið hlið, farið inn í bíl og samskipti við fólk eru í lágmarki,“. Baldwin kemur einnig að því að hann sé hættur að koma fram opinberlega. Þetta þýðir að kvikmyndahátíðir, viðtöl og frumsýningar heyra sögunni til.

Baldwin hefur lengi átt í stríði við fjölmiðla sem hafa gert honum lífið leitt. Frægt var þegar fjölmiðlar komust yfir símann hans og opinberuðu símtal sem hann átti við dóttur sína. Baldwin hefur einnig ráðist á ljósmyndara, átt í lagalegum deilum við tímarit og fengið nálgunarbann á eltihrella.

Stikk: