Kevin Bacon hefur bæst í leikaralið myndarinnar Patriots Day, en leikararnir Mark Wahlberg, John Goodman, J.K. Simmons, Michelle Monaghan, Jimmy O. Yang og James Colby munu einnig leika í myndinni.
Leikstjóri er Peter Berg.
Patriots Day fjallar um hryðjuverkaárásina í Boston maraþonhlaupinu árið 2013.
Bacon mun leika alríkislögreglumanninn Richard DesLauriers, sem stjórnaði rannsókn málsins.
„Richard DesLauriers var óþreytandi við rannsókn málsins og var lykilmaður í þessari flóknu rannsókn, og Kevin Bacon er rétti maðurinn í þetta hlutverk“ sagði Berg í yfirlýsingu.
Myndin verður frumsýnd í Boston, New York og Los Angeles þann 21. desember nk.
Bacon lék síðast í Cop Car og Black Mass ásamt Johnny Depp. Hann er með tvö sjónvarpsverkefni í gangi þessa stundina, In Harm´s Way og Tremors.