Leikarinn góðkunni Kevin Bacon hefur tekið að sér titilhlutverk The Woodsman. Í henni leikur hann barnaníðing einn sem hefur nýlega verið sleppt úr fangelsi. Í myndinni fylgjumst við með honum reyna að fást við sína innri djöfla, og þær freistingar sem lífið utan rimla lætur honum í té. Einnig koma fram í myndinni rapparinn Eve, Benjamin Bratt, Kyra Sedgwick og David Alan Grier. Myndin er skrifuð og leikstýrð af nýgræðingnum Nicole Kassell.

