Stórstirnin þau Jennifer Lopez og Ben Affleck, betur þekkt sem hið óstöðvandi skrímsli Bennifer, hafa orðið fyrir mikilli niðurlægingu með nýjustu mynd sína, Gigli. Ekki nóg með að myndin hafi fengið sérdeilis hörmulega aðsókn í kvikmyndahúsum vestra, hætt sé að auglýsa hana, henni verði kippt úr bíó eftir einungis 3 vikur, heldur vermir hún botnsæti IMDB (Internet Movie Database – imdb.com) yfir verstu myndir allra tíma. Meira að segja hryllingur eins og Battlefield: Earth, Glitter og Swept Away hafa fengið betri viðtökur. Áætlun Bennifer um heimsyfirráð hefur því verið frestað um eitt ár.

