Aulinn langvinsælastur

Teiknimyndin Aulinn ég 2, eða Despicable Me 2, er langvinsælasta myndin á Íslandi í dag, eða um 10 sinnum tekjuhærri en myndin í öðru sæti, Paranoia, með þeim Harrison Ford og Liam Hemsworth í helstu hlutverkum.

despicable-me-2

Aulinn ég fjallar um Gru sem býr í alsælu í úthverfi stórborgar. Hann annast dætur sínar sem hann ættleiddi, þær Margo, Edith og Agatha. Hann hefur stöðugar áhyggjur af strákum, og háttar stelpurnar þegar þær fara að sofa. Síðan skyndilega hrekkur hann í gang þegar Lucy Wilde mætir á svæðið, úr andspyrnuhreyfingunni Anti-Villain League. Og eftir að þau berjast með sérhönnuðum vopnum sínum þá fer Gru til fundar við þennan andspyrnuhóp. Þar kemur í ljós að hópurinn þarfnast aðstoðar Gru við að ráða niðurlögum nýs illmennis. Gru er núna kominn aftur í gírinn, og þarf að hjálpa til við að bjarga heiminum.

Í þriðja sæti er toppmynd síðustu viku, hin mjög svo hrollvekjandi hrollvekja The Conjuring í leikstjórn James Wan. Í fjórða sæti er ný mynd, Malavita, eða The Family, með Robert De Niro, Tommy Lee Jones og Michelle Pfeiffer í helstu hlutverkum. Í fimmta sætinu situr svo Woody Allen myndin Blue Jasmine, einnig ný á lista.

Ein ný mynd til viðbótar er á listanum, myndin Mud með Matthew McConaughey í aðalhlutverkinu.

Smelltu hér til að sjá hvaða myndir eru í bíó í kvöld

Smelltu hér til að sjá hvaða myndir eru væntanlegar í bíó.

Hér fyrir neðan er svo listi 21 vinsælustu myndanna á Íslandi í dag.

lihlijlk